á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll ![]() |
![]() Þóra ferðalangur Þóra skrifaði. ![]() Ég var búin að skrifa inn fullt um daginn en varð að hætta í miðjum skrifum. Annars er bara æðislegt veður hjá okkur og er búið að vera. Garðurinn okkar hefur sko fengið að finna fyrir því skal ég segja ykkur. Við erum langt komin með verkefnalistan sem var fyrir næsta sumar! Jamms það er varla sá blettur í garðinum sem að ég hef ekki sett eitthvert skonar verkfæri í. Kanski aðal ástæðan fyrir því hvað við höfum verið dugleg að fara niður í garð er að Viktor er farið að finnast þetta rosalega gaman. Hann fær að taka þátt í þessu öllu með okkur hvort sem það eru hellur, steinar, arfi eða eitthvað sem notað er verkfæri. Við erum búin að smíða kassa og setja í það mold fórum meira að segja í "sorpu" um síðustu helgi að ná í mold frítt nema að við erum ekki orðin nógu dönsk og urðum þar af leiðandi að legja okkur kerru! Fína moldin fór í kassana sem eru grænmetis beð. Þar eru við búin að setja niður tvenns konar kartöflur sem koma upp á misjöfnum tíma. Við erum líka búin að setja niður tvær tegundir af rauðbeðum, mislitaðar gulrætur, rauðlauk, spínat og rucola káli (held að það heiti klettasalat á íslensku) þannig að það verður spennandi að sjá hvað við fáum upp í sumar. Það má nú ekki gleyma jarðaberjunum, þar er meira segja að koma blóm sem lofar góðu. Núna þurfum við bara að koma okkur net svo að við fáum jarðaberin en ekki fuglarnir og önnur dýr. Læt fylgja mynd hérna af kirsuberjatrénu okkar sem er núna í blóma. Berin á trénu eru frekar súr þannig að við leyfum fuglunum að eiga þau!
Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|